Þegar góða veislu gjöra skal

Bakarameistarar Brauðgerðar Kr. Jónssonar leggja faglegan metnað í að baka og útfæra tertur sem sóma sér á hvaða veisluborði sem er. Þeir leggja sig fram um að mæta þínum óskum og sameina fagmennsku og fyrsta flokks hráefni til að töfra fram sannkallað ævintýri á veisluborðið. Við bjóðum einnig upp á sérbakstur.

Kristjánsbakarí hefur verið hluti af menningu Akureyrar frá árinu 1912. Frá upphafi hafa markmið okkar verið að baka hágæða vörur sem við getum verið stolt af.